Herbergisgerð Netbókun
Komudagur
Nætur
Forsíða Prenta Senda fyrirspurn Veftré Stækka letur Eðlilegt letur Leita

Velkomin til Álftalands

   

Gistiheimilið Álftaland býður upp gistingu fyrir einstaklinga og hópa allt árið. Í boði eru 7 tveggja manna herbergi 1 eins manns herbergi, 1 þriggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi  með eða án morgunverða. Einnig er hægt að fá svefnpokapláss. Í húsinu er góð eldunaraðstaða og setustofa. Í garðinum bak við húsið er tveir heitir pottar, gufuklefi og stórt grill. Aðgengi fyrir fatlaða er mjög gott. Einnig mjög vel búið tjaldsvæði.

Reykhólar standa yst á Reykjanesskaga milli Berufjarðar og Þorska-fjarðar. Reykhólar eru fornt kirkjusetur og sögufrægt höfuðból sem forðum þótti afbragðsgóð bújörð, ein sú besta á landinu. Þar voru mikil hlunnindi og jörðinni tilheyrðu um 300 eyjar á Breiðafirði. Á Reykhólum er nú dálítið þorp, sem telur um 120 íbúa. Á staðnum er grunnskóli, heilsugæslustöð, verslun, kirkja, flugvöllur, báta- og hlunnindasafn, upplýsingamiðstöð, góð  tjaldsvæði, þaraböð og sundlaug.

Á svæðinu er aragrúi af heitum hverum og laugum.
Reykhólar eru öflugt jarðhita- og hverasvæði og á fáum öðrum stöðum á landinu eru jafn margir nafngreindir hverir.